Konur á Bifröst

Guðrún Vala Elísdóttir

Konur á Bifröst

Kaupa Í körfu

TÆPLEGA fjögur hundruð konur taka þátt í þriðju tengslanetsráðstefnunni "Völd til kvenna" sem fram fer á Bifröst í dag, en ráðstefnan var sett við rætur Grábrókar í gær. Aðspurð segir dr. Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor við lagadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst og skipuleggjandi ráðstefnunnar, skráninguna hafa farið fram úr sínum björtustu vonum og ljóst megi vera að Tengslanetið sé óumdeilanlega öflugasta ráðstefna ársins í íslensku viðskiptalífi, en þátttakendur koma líkt og fyrri árin úr öllum þjóðfélagshópum. MYNDATEXTI Séra Halldóra Þorvarðardóttir, prófastur í Fellsmúla, blessaði kvennahópinn áður en lagt var á Grábrók í grenjandi rigningu. Tæplega 400 konur taka þátt í ráðstefnunni á Bifröst.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar