Kristján Þór Júlíusson og Hermann Jón Tómasson

Skapti Hallgrímsson

Kristján Þór Júlíusson og Hermann Jón Tómasson

Kaupa Í körfu

VIÐRÆÐUR sjálfstæðismanna og fulltrúa Samfylkingarinnar um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar héldu áfram í gær. Fulltrúar flokkanna hafa rætt saman síðan í fyrradag og oddvitar flokkanna, Kristján Þór Júlíusson og Hermann Jón Tómasson, hittust tveir á löngum fundi síðdegis. Seint í gærkvöldi lá enn ekki ljóst fyrir hvort samningar tækjust á milli flokkanna. Heimildamenn töldu þó meiri líkur á því en minni en ekki var farið að takast á um embætti, a.m.k. ekki af neinni alvöru. MYNDATEXTI Viltu vera með? Sveitungarnir Kristján Þór Júlíusson, t.h., og Hermann Jón Tómasson fyrir utan Ráðhúsið á Akureyri eftir hádgið í gær, fyrir fund þeirra um mögulega myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar