Germaine, Geir og Herdís

Germaine, Geir og Herdís

Kaupa Í körfu

KONUR hvaðanæva úr samfélaginu, komnar saman á Bifröst í Borgarfirði, samþykktu í gær einróma ályktun um að sett verði lög um jafnari hlutföll kynja í stjórnum fyrirtækja. Á fjórða hundrað kvenna voru samankomnar á Bifröst á ráðstefnunni Tengslanet III - Völd til kvenna sem fram fór í gær og fyrradag. Var það mál kvenna að jafnvel enn betur hefði tekist til nú en fyrri ár. Á dagskrá í gær voru meðal annars erindi aðalfyrirlesarans og femínistans Germaine Greer og Guðrúnar Erlendsdóttir hæstaréttardómara auk fjölda smærri erinda og pallborðsumræðna. Deginum lauk með móttöku í utanríkisráðuneytinu. MYNDATEXTI Gestum Tengslanets III var boðið til móttöku í utanríkisráðuneytinu í gærkvöldi. Geir H. Haarde ráðherra ásamt þeim stöllum Germaine Greer og Herdísi Þorgeirsdóttur

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar