Jarðarber

Sigurður Sigmundsson

Jarðarber

Kaupa Í körfu

Flúðir | Annar af tveimur aðaluppskerutímum í jarðarberjaræktuninni í garðyrkjustöðinni Silfurtúni á Flúðum stendur nú yfir. Berin eru ræktuð í gróðurhúsum og fara fersk og gómsæt á markaðinn á hverjum degi. Myndin var tekin þegar Þóra Ágústa Úlfsdóttir var að tína jarðarber í Silfurtúni. Jarðarberjaræktun er nokkuð erfið og flókin, að sögn Eiríks Ágústssonar sem rekur Silfurtún með konu sinni, Olgu Lind Guðmundsdóttur. Uppskerutíminn er vor og haust og skipt um plöntur árlega. Nú hafa þau bætt við einu gróðurhúsi til að fá uppskeru um mitt sumar í þeim tilgangi að þjóna betur markaðnum yfir sumarið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar