Læknanemar á Landspítala

Ragnar Axelsson

Læknanemar á Landspítala

Kaupa Í körfu

LÆKNANEMAR, sem hafa verið frá vinnu við Landspítalann - háskólasjúkrahús, mæta til starfa í dag. Samningar náðust milli yfirstjórnar LSH og læknanema síðdegis í gær, eftir að læknanemar höfðu efnt til mótmæla í anddyri LSH við Hringbraut. Að sögn Gunnars Thorarensen, talsmanns læknanema, fólst í samningnum lausn sem báðir aðilar gátu vel sætt sig við. Almenn ánægja ríkti nú meðal læknanema og þungu fargi væri af þeim létt. MYNDATEXTI Fjöldi læknanema sem ráðnir höfðu verið til vinnu við LSH efndu til mótmælasetu í gær í anddyri gamla Landspítalans.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar