Lúða á línuna

Alfons Finnsson

Lúða á línuna

Kaupa Í körfu

BRÆÐURNIR Árni og Magnús Birgissynir hrukku heldur betur í kút þegar þeir fengu nálægt 100 kílóa flyðru á línuna er þeir voru við veiðar á Breiðafirðinum í gær. Bræðurnir, sem voru að veiðum á línubátnum Gísla SH sem gerður er út frá Ólafsvík, sögðu að ekkert tiltökumál hefði verið að innbyrða flyðruna, en oft eru læti í flyðrum er þær koma upp á krókana...Með bræðrunum á myndinni er Magnús, sonur Árna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar