Ford GT sýndur á Akureyri

Skapti Hallgrímsson

Ford GT sýndur á Akureyri

Kaupa Í körfu

FORD GT, sem er einn þekktasti kappakstursbíll síðari tíma, var frumsýndur formlega hér á landi við hátíðlega athöfn í flugskýli Arngríms Jóhannssonar á Akureyri í gær. Flugkappinn fékk svo fyrstur að aka bílnum eftir flugbrautinni og nokkrir blaðamenn og aðrir gestir í kjölfarið. Hápunkti samkomunnar var náð þegar bíllinn brunaði eftir brautinni undir stjórn fagmanna og Arngrímur sveif rétt fyrir ofan á listflugvél sinni. MYNDATEXTI Ofursportbíllinn Ford GT var frumsýndur opinberlega á Íslandi í gær, á Akureyrarflugvelli. Arngrímur Jóhannsson flugstjóri ók tryllitækinu fyrstur á flugbrautinni og flaug svo listflugvél sinni yfir bílinn þar sem hann brunaði á vellinum!

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar