Eldur í íþróttavöruverslun

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Eldur í íþróttavöruverslun

Kaupa Í körfu

SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðisins var kallað að íþróttavöruverslun, sem er til húsa í verslunarmiðstöð í Grafarvogi, upp úr klukkan fjögur í fyrrinótt vegna eldsvoða. Töluvert tjón hlaust af brunanum þar sem reykur barst um allt húsnæðið og torveldaði m.a. slökkvistarf. Vegna mikils reyks gekk erfiðlega að finna upptök eldsins, sem reyndist ekki mikill þegar upp var staðið. Gekk slökkvistarf vel en mestan tíma tók að reykræsta. Ekki liggur fyrir hvernig eldurinn kviknaði og er málið í rannsókn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar