Viljhálmur tekur við sem borgarstjóri

Brynjar Gauti

Viljhálmur tekur við sem borgarstjóri

Kaupa Í körfu

Hafist verður handa við fegrunar- og hreinsunarátak í Reykjavík strax í júlí, að því er fram kom á blaðamannafundi Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, nýs borgarstjóra, og Björns Inga Hrafnssonar, formanns borgarráðs, í Ráðhúsinu í gær þar sem málefnaáherslur nýs meirihluta voru kynntar. Þá gat Vilhjálmur þess að ýmislegt í fjármálum borgarinnar væri öllu verra en gefið hefði verið upp fyrir nokkrum mánuðum og að farið yrði fram á úttekt á fjármálum borgarinnar til og með 1. júní. MYNDATEXTI Áherslan verður á eldri borgara og fjölskyldu-, skipulags-, samgöngu- og umhverfismál, að því er fram kom hjá Vilhjálmi og Birni í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar