Roger Waters tónleikar í Egilshöll

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Roger Waters tónleikar í Egilshöll

Kaupa Í körfu

UM 15.000 manns sóttu tónleika Roger Waters í Egilshöll í fyrrakvöld, en eins og allir vita er Waters einn af forsprökkum bresku rokkhljómsveitarinnar Pink Floyd. Waters þótti standa sig með afbrigðum vel, en fjöldi tónlistarmanna lék með kappanum. Á tónleikunum spilaði hann meðal annars lög af plötunum The Wall og Wish You Were Here, auk þess sem hann spilaði efni plötunnar Dark Side of the Moon í heild sinni. MYNDATEXTI Mikill fjöldi tónlistarmanna kom fram í Egilshöll ásamt Waters.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar