Reykjavíkurskákmótið

Reykjavíkurskákmótið

Kaupa Í körfu

Á Íslandi stóð kvennaskák illa fram eftir 20. öldinni en eins og margir vita þá tók íslenskt lið í kvennaflokki í fyrsta skipti þátt á Ólympíuskákmótinu í Buenos Aires árið 1978. Það var sannarlega tími til kominn að þetta yrði gert og í kjölfarið fór liðið í þrjú mót til viðbótar en þegar öflugustu skákkonurnar urðu óléttar allar á sama tíma var ekki sent lið á mótið árið 1986. Heil fjórtán ár liðu þar til að lið í kvennaflokki var sent á nýjan leik á Ólympíumót en eins og fyrir mótið í Buenos Aires 1978 kostaði það blóð, svita og tár að fá því framgengt að íslenskar skákkonur tækju þátt á Ólympíuskákmótinu í Istanbúl árið 2000. MYNDATEXTI Lenka Ptacnikova

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar