Eskifjörður

Eskifjörður

Kaupa Í körfu

Eskifjörður | Þeir voru glaðir í bragði þessir eskfirsku guttar, sem höfðu komið sér vel fyrir á sitt hvorri togvírsrúllunni á höfninni í góða veðrinu á dögunum. Horfðu þar úr stúkusætum á þegar færeyski togarinn Sancy kom til hafnar eftir að hafa siglt um íslensku efnahagslögsöguna í heimildarleysi og fylgdust grannt með lögregluaðgerðum á hafnarbakkanum í kjölfarið. Þeir sögðust heita Karl Héðinn Kristjánsson og Hilmar Svansson og oft láta sig lífið við höfnina varða þegar þannig lægi á þeim.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar