Gallery Anima, Erla Þórarinsdóttir

Eyþór Árnason

Gallery Anima, Erla Þórarinsdóttir

Kaupa Í körfu

ERLA Þórarinsdóttir sýnir um þessar mundir í Anima galleríi í Ingólfsstræti undir yfirskriftinni Dældir og duldir. Um er að ræða verk unnin á striga, tölvuprentaðar ljósmyndir og á gólfi eru skúlptúrar úr slípuðu graníti og bronsi. Hugtökin dæld og duld eiga sér ákveðna samsvörun í myndmáli Erlu: gólfskúlptúrarnir eru dældir af ýmsum toga og minna á ílát eða ker. Hin tvö stærstu bera heitið Duld og í þeim er vatn. Veggverkin, sem eru olíulitur og blaðsilfur á striga, nefnast "ljósmyndir" sem vísar til oxunarferlis silfursins; í því framkallast smám saman nýir litir og er því um síbreytileg verk að ræða. MYNDATEXTI "Í mörgum menningarheimum tengist vatn hinu kvenlega og myrkum djúpum og ekki síst andlegu lífi og hreinsun. Svartur litur og ílát skírskota til móðurinnar, frjóseminnar og dulúðar," segir Anna Jóa í umfjöllun sinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar