"Skjóttu á úrslitin" verðlaunaafhending

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

"Skjóttu á úrslitin" verðlaunaafhending

Kaupa Í körfu

SÍÐASTLIÐINN vetur gátu gestir á mbl.is spreytt sig á að giska á úrslit leikja í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta og naut leikurinn "Skjóttu á úrslitin" mikilla vinsælda enda til veglegra verðlauna að vinna. Sá sem best stóð sig í leiknum á þessu keppnistímabili er Pétur H. Ingólfsson og hlaut hann að launum utanlandsferð í boði Íslenskra getrauna. Um leið og mbl.is óskar Pétri til hamingju með glæsilegan árangur er þeim hundruðum sem spiluðu með í vetur þökkuð þátttakan. MYNDATEXTI: Á myndinni eru frá vinstri Jón Agnar Ólason, á markaðsdeild Morgunblaðsins, vinningshafinn Pétur H. Ingólfsson og Pétur Hrafn Sigurðsson, sölustjóri hjá Íslenskum getraunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar