Héðinn Steingrímsson

Héðinn Steingrímsson

Kaupa Í körfu

ENDURKOMUR af ýmsu tagi eru orðnar nokkuð algengar á ýmsum sviðum mannlífsins. Þetta fyrirbæri er ekki síst vanalegt í listageiranum og þá sérstaklega þegar um tónlist og leiklist er að ræða á meðan það er til að mynda frekar sjaldgæft að menn hasli sér aftur völl í stjórnmálum. Stjórnmálin eru þó ekki alveg laus við þetta samanber nýlega umræðu um endurkomu Finns Ingólfssonar í íslensk stjórnmál sem og þegar Richard Nixon varð forseti Bandaríkjanna nokkrum árum eftir að hafa yfirgefið stjórnmálasviðið með dramatískum hætti. Á þetta er minnst þar sem í skákinni hafa endurkomur sterkra skákmanna orðið tíðari en oft áður. Gata Kamsky hafði ekki teflt í næstum áratug þegar hann sneri aftur og hefur nú þegar sýnt það og sannað að hann er einn öflugasti og skemmtilegasti skákmaður samtímans. Jóhann Hjartarson tefldi á Ólympíuskákmótinu nýverið eftir langt hlé en Héðinn Steingrímsson er sá íslenski skákmaður sem hefur náð einni af farsælustu endurkomu íslenskra skákmanna. Héðinn varð heimsmeistari 12 ára og yngri árið 1987 og Íslandsmeistari 15 ára gamall árið 1990. Í kjölfar þessa mikla áfanga átti hann nokkuð erfitt uppdráttar og stuttu eftir að hann varð alþjóðlegur meistari árið myndatexti Verður Héðinn Steingrímsson stórmeistari í skák?

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar