Kirkjukór Ólafsvíkur

Alfons Finnsson

Kirkjukór Ólafsvíkur

Kaupa Í körfu

Ólafsvík | Félagar í kirkjukór Ólafsvíkur hafa tekið að sér að slá kirkjugarðana í Ólafsvík og á Brimilsvöllum, til fjáröflunar fyrir starf kórsins. Munu þeir slá garðana eftir þörfum en áætlað er að slá hvorn garð þrisvar til fjórum sinnum í sumar. Kórfélagar eru 25 manns. Á myndinni eru félagar í kirkjukór Ólafsvíkur við minnismerki eftir Sigurð Guðmundsson sem stendur við kirkjugarðinn í Ólafsvík.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar