Dr. Sigurbjörn Einarsson gefur út bók
Kaupa Í körfu
BÓKIN Meðan þín náð - Ræður á helgum og hátíðum eftir dr. Sigurbjörn Einarsson er komin út, í tilefni af 95 ára afmæli biskupsins á föstudag, 30. júní. Sigurbjörn rifjaði af því tilefni sjálfur upp ritdóm, sem eitt sinn birtist um hugvekjusafn eftir íslenska presta, en gagnrýnandinn taldi óhætt að mæla með bókinni til kvöldlestrar, enda myndi hún engan mann gera andvaka. Sagðist Sigurbjörn vonast til að hægt yrði að segja um sína bók að hún hefði góð áhrif á svefnfarir manna, jafnt sem vökuverk. Í bókinni er að finna þrjú predikunar- og ræðusöfn hans, sem komu út 1956, 1964 og 1976, en eru löngu ófáanleg. Sr. Hreinn Hjartarson, formaður stjórnar Skálholtsútgáfunnar, sagði leitun að manni sem boðað hefði kristna trú með jafnáhrifaríkum hætti og dr. Sigurbjörn og bað þess að bókin yrði öllum til blessunar.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir