Íslensk hönnun - Hringur

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Íslensk hönnun - Hringur

Kaupa Í körfu

Íslensk hönnun Öldur hafsins höfðu áhrif á Láru Magnúsdóttur gullsmið þegar hún smíðaði þennan silfurhring. "Ég nota oft bylgjur í gripina mína en hér eru þær í ýktri útgáfu," segir hún. Bylgjurnar mótar Lára eftir að málmurinn hefur verið hitaður en bláa áferðin er fengin með svokallaðri brennisteinslifur eða oxideringu. "Þaðan koma litabrigðin en með þessari aðferð stjórnar maður ekki alveg hvernig litirnir falla á silfrið," segir hún.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar