Geir H. Haarde

Jim Smart

Geir H. Haarde

Kaupa Í körfu

NÝ LÖG er varða réttarstöðu samkynhneigðra tóku gildi í gær. Á meðal þeirra breytinga sem lögin hafa í för með sér er að samkynhneigðir eiga nú rétt á því að skrá sig í sambúð, auk þess sem réttur þeirra til að ættleiða börn er nú sá sami og gagnkynhneigðra. Í tilefni af þessu buðu Samtökin '78 til fagnaðar í Hafnarhúsinu, en þar var Geir H. Haarde forsætisráðherra á meðal ræðumanna. Geir sagði meðal annars að um merkisdag í baráttu samkynhneigðra væri að ræða og að góð samstaða hefði verið um málið bæði innan og á milli stjórnmálaflokkanna. Ræðu forsætisráðherra var ákaft fagnað af þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína í Hafnarhúsið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar