Grillveisla við Neskirkju

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Grillveisla við Neskirkju

Kaupa Í körfu

GRILLVEISLA Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur, fór fram við Neskirkju í blíðskaparveðri í gær. Að sögn Ernu Magnúsdóttur, umsjónarmanns starfsins, ríkti mikil gleði og samhugur meðal þeirra fjölmörgu sem sáu sér fært að mæta. Ljósið hóf starfsemi sína í safnaðarheimili Neskirkju síðastliðið haust. Markmið félagsskaparins er að draga úr hliðarverkunum krabbameins með því að efla tengsl, traust og hjálpsemi meðal þeirra sem greinst hafa með sjúkdóminn og aðstandenda þeirra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar