Tískusýning í Þjóðmenningarhúsinu

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Tískusýning í Þjóðmenningarhúsinu

Kaupa Í körfu

SÝNINGIN Íslensk tískuhönnun verður opnuð í risi Þjóðmenningarhússins í dag kl. 12. Geir H. Haarde forsætisráðherra opnar sýninguna sem markar ákveðin tímamót því með henni er í fyrsta skipti fjallað eingöngu um tískuhönnun í íslenskri nútímamenningu. Níu hönnuðir eða merki sýna fatnað. Þeir eru Anna Guðmundsdóttir, Ásta Guðmundsdóttir og merki hennar: ásta creative clothes; Dóra Emilsdóttir, Jóna Björg Jónsdóttir og merki hennar, jbj design; Ragna Fróðadóttir og merki hennar, Path of Love; Rósa Helgadóttir, Spaksmannsspjarir, Steinunn Sigurðardóttir með merkið STEiNUNN og Þorbjörg Valdimarsdóttir. MYNDATEXTI: 38 verk eftir íslenska hönnuði verða sýnd í Þjóðmenningarhúsinu. Verkin eru afar frumleg að sögn Matthiasar Wagner K. sýningarstjóra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar