Listasafn ASÍ

Jim Smart

Listasafn ASÍ

Kaupa Í körfu

MARGT var um manninn við opnun sumarsýningar Listasafns ASÍ við Freyjugötu síðastliðinn laugardag. Sýningin samanstendur af vatnslitaverkum fimm listamanna sem spanna þrjár kynslóðir íslenskrar listsögu, þeirra Daða Guðbjörnssonar, Eiríks Smith, Hafsteins Austmanns, Kristínar Þorkelsdóttur og Svavars Guðnasonar. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa fengist við vatnslitamálun um áratuga skeið og náð umtalsverðum árangri á því sviði, en vatnsliturinn er afar vandmeðfarinn miðill. MYNDATEXTI: Þór G. Axelsson, listamaðurinn Daði Guðbjörnsson, Sigurjón B. Daðason og Nanna Ólafsdóttir voru við opnunina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar