Umferðarslys á Vesturlandsvegi

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Umferðarslys á Vesturlandsvegi

Kaupa Í körfu

LOKA þurfti Vesturlandsvegi í um klukkutíma í gærkvöldi vegna umferðarslyss sem varð við gatnamót Vesturlandsvegar og Víkurvegar. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík varð slysið með þeim hætti að fólksbíl sem var ekið áleiðis til Reykjavíkur var ekið upp á umferðareyju þar sem hann valt og í kjölfarið hafnaði hann á gagnstæðri akrein þar sem hann varð fyrir jeppa sem ekið var út úr bænum. Tveir voru í bílnum sem valt en einn í hinum bílnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar