Alex Freyr Gunnarsson og Ragna Björk Bernburg

Jón Svavarsson

Alex Freyr Gunnarsson og Ragna Björk Bernburg

Kaupa Í körfu

HELGINA 24.-25. júní fór fram í Limerick á Írlandi heimsmeistaramót unglinga í samkvæmisdönsum. Alex Freyr Gunnarsson og Ragna Björk Bernburg, úr dansfélaginu Hvönn, kepptu fyrir Íslands hönd í þessari 10 dansa keppni, en þau eru margfaldir Íslandsmeistarar liðinna ára. Þau náðu að dansa inn í 13 para undanúrslit og enduðu í 11. sæti sem er besti árangur Íslendinga í flokki 14-15 ára til þessa og besti árangur allra Norðurlandabúa í þessari keppni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar