Veiðimyndir

Einar Falur Ingólfsson

Veiðimyndir

Kaupa Í körfu

Franska veiðikonan Michele Legrand, sem veitt hefur í Haffjarðará um árabil, á seint eftir að gleyma ævintýrum sem hún lenti í á miðvikudag. Að sögn Inga Fróða Helgasonar, sem verið hefur leiðsögumaður í Haffjarðará í 13 ár og var með Legrand á miðvikudaginn, hófu þau veiðar í Sauðhyl og á Sauðhylsbrotinu setti hún í 98 cm langa hrygnu, á hits, og landaði henni. Var hún 9,6 kg. Var það stærsti lax sem komið hefur úr ánni í sumar. "Ég sagði þá að við ættum að athuga hvort hrygnan ætti sér ekki kærasta í hylnum, en við settum allavega ekki í hann," sagði Ingi Fróði. MYNDATEXTI: Nýrunninn lax á bökkum Þverár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar