Varúð sprengingar

Eyþór Árnason

Varúð sprengingar

Kaupa Í körfu

SPRENGT verður í gjánni sem Suðurlandsvegur liggur um í Árbæ í sumar og standa þær framkvæmdir í tengslum við byggingu mislægra gatnamóta á mótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar. Gera má ráð fyrir minniháttar töfum á umferð meðan á þessum framkvæmdum stendur, auk þess sem íbúar og fyrirtæki í nágrenninu hafa verið látin vita af því hvernig að framkvæmdum verður staðið. Jarðvélar ehf. sjá um framkvæmdir fyrir hönd Vegagerðarinnar. Heimilt er að sprengja á morgnana milli klukkan 10 og 11 og á kvöldin milli 22 og 23, þó ekki um helgar. Veginum verður lokað fyrir umferð á meðan og varað við sprengingunum með slitróttu hljóðmerki áður en sprengt er.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar