Freyr og Hlíf Sigurjónsbörn

Sverrir Vilhelmsson

Freyr og Hlíf Sigurjónsbörn

Kaupa Í körfu

"ÞAÐ var alltaf músík í húsinu. Þetta er hús listamanns, ekki bara safn, hér bjó pabbi og starfaði og við systkinin spiluðum öll á hljóðfæri og því lá beint við að byrja með þessa tónleikaröð þegar safnið var opnað," segir Hlíf Sigurjónsdóttir, fiðluleikari og dóttir listamannsins Sigurjóns Ólafssonar. Í kvöld mun Hlíf ásamt bróður sínum, flautuleikaranum Frey Sigurjónssyni og hjónunum Iwonu og Jerzy Andrzejczak spila á fyrstu tónleikum sumarsins í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi en þetta er í átjánda sinn sem sumartónleikaröð er skipulögð í safninu. MYNDATEXTI: Systkinin Freyr Sigurjónsson flautuleikari og Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari hafa ekki mikið spilað saman. Þau segjast bæði vera skapmikil og því hafi samstarfið ekki endilega verið auðvelt en ákaflega frjótt og gefandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar