Kátir dagar

Líney Sigurðardóttir

Kátir dagar

Kaupa Í körfu

Unnið er nú hörðum höndum að umhverfisfegrun og tiltekt, því Þórshafnarhátíðin Kátir dagar er um helgina. Í unglingavinnunni er mikið að gera, krakkarnir vinna vel eins og sjá má á blöðrum og siggi á höndum þeirra að kvöldi. Húsnæði matvöruverslunarinnar Lónsins þarfnaðist sárlega andlitslyftingar svo stjórn fyrirtækisins tók sig til einn sólardag í vikunni og málaði bygginguna að utan. Íbúar vilja taka vel á móti gestum enda hefur verið fjölmennt á Kátum dögum síðastliðin ár og ýmislegt verður gert til skemmtunar um helgina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar