Ómar Ragnarsson á Kringilsárrana

Ragnar Axelsson

Ómar Ragnarsson á Kringilsárrana

Kaupa Í körfu

Næstu vikurnar eru síðustu forvöð fyrir landann að sjá svæðið við Kringilsárrana sem hverfa mun undir Hálslón, en líkt og margoft hefur komið fram verður byrjað að safna vatni í lónið í september nk. Ómar Ragnarsson fréttamaður mun á næstunni verða landsmönnum innan handar við að sjá og kynna sér svæðið hvort heldur er í lofti eða á láði. Þannig getur fólk t.d. keyrt að flugvellinum við Kárahnjúkaveginn eða flugvellinum við Brúarjökul og fengið þar að hoppa upp í hina margfrægu flugvél Ómars TF-FRÚ og flogið með honum yfir svæðið, skoðað stífluna úr lofti, áhrifasvæði Hálslóns, Kringilsárrana, nú eða fossaröðina í Jökulsá í Fljótsdal sem mun hverfa, allt eftir því hvað fólk langar helst að sjá og upplifa. MYNDATEXTI: Ómar Ragnarsson lendir flugvél sinni TF-FRÚ á melnum við Kringilsárrana með Snæfell í bakgrunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar