Borgarstjóri hreinsar til í Breiðholti

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Borgarstjóri hreinsar til í Breiðholti

Kaupa Í körfu

"Þetta er frábært hjá þér," sögðu starfsmenn Reykjavíkurborgar við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson borgarstjóra er hann hafði lokið við að hreinsa veggjakrot við gæsluvöll í Efra Breiðholti í gær. Vilhjálmur kynnti á gæsluvellinum fegrunarátak undir slagorðinu Tökum upp hanskann fyrir Reykjavík en því verður ýtt úr vör í Breiðholti, einu fjölmennasta hverfi borgarinnar, nk. laugardag. Allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að taka þátt í að fegra hverfið sitt og er ætlunin að tína rusl, hreinsa veggjakrot, leggja þökur, sópa, bæta girðingar og laga net í fótboltamörkum hverfisins, svo dæmi séu tekin. MYNDATEXTI: "Það er eins og hann hafi ekki gert annað," var m.a. sagt um vinnu Vilhjálms Þ. borgarstjóra við að hreinsa veggjakrot í Breiðholti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar