Krækiber um alla móa

Steinunn Ásmundsdóttir

Krækiber um alla móa

Kaupa Í körfu

VIÐFIRÐI á Austfjörðum er ægifögur náttúra og ósnortin að mestu. Móagróður vex þar hátt upp í hlíðar umlykjandi fjalla og fuglalíf er fjölskrúðugt. Ferðafólki sem áði í Viðfirði í björtu veðri í gær varð starsýnt á bústin krækiber um alla móa, enda ekki verið að svipast um eftir þroskuðum berjum fyrr en líður nær mánaðamótum júlí og ágúst. Eigi að síður eru krækiberin þarna að mestu fullþroskuð og ófáar lúkurnar af þessum yndislegu berjum sem hurfu upp í ferðalangana meðan staldrað var við.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar