Umferðarslys

Umferðarslys

Kaupa Í körfu

SJÖ voru fluttir á slysadeild Landspítalans eftir harðan árekstur tveggja fólksbifreiða á Suðurlandsvegi við Hólmsá á sjöunda tímanum í gær. Tveir voru útskrifaðir með minniháttar meiðsl í gærkvöldi, fjórir lagðir inn til framhaldsmeðferðar og einn sendur í aðgerð vegna beinbrota. Vakthafandi læknir á slysadeild sagði engan í lífshættu og að líðan hinna slösuðu væri bærileg. MYNDATEXTI: Mikill viðbúnaður var á slysstað af hálfu slökkviliðs og lögreglu. Á innfelldu myndinni er bifreiðin sem valt. Í henni voru þrír farþegar, þar af eitt ungbarn sem slapp með skrámur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar