Gheorghe harmonikkuspilari
Kaupa Í körfu
EITT af því sem tilheyrir utanlandsferðum okkar Íslendinga er að láta smámynt af hendi til tónlistarmanna sem hafa tekið sér stöðu á fjölfarinni götu og leika tónlist af miklum móð. Undanfarna daga hafa margir sem hafa lagt leið sína í matvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu orðið varir við slíkan farandspilara sem leikur á harmonikku af innlifun. Er þar um að ræða hinn brosmilda Gheorghe sem hefur lagt á sig ferð alla leið frá Rúmeníu til að gleðja eyru Reykvíkinga. Gheorghe hefur komið víða við með harmónikugarminn og leikið á hljóðfæri sitt í flestum stórborgum álfunnar. Hann ber Íslandi söguna sérstaklega vel, enda situr hann einn um hituna hér og fær óskipta athygli, öfugt við það sem tíðkast annars staðar í Evrópu. Gheorghe hyggst snúa aftur heim til fjölskyldu sinnar á mánudaginn og fer því hver að verða síðastur að berja þessa skemmtilegu viðbót við menningarflóru Reykjavíkur augum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir