Sund um Reykjavík

Sund um Reykjavík

Kaupa Í körfu

SJÓSUNDKAPPINN Benedikt S. Lafleur var nýstiginn upp úr rúmlega þrettán gráða heitum sjónum við bækistöðvar björgunarsveitarinnar Ársæls við Bakkavör á Seltjarnarnesi þegar blaðamann og ljósmyndara bar þar að garði um hálfsjöleytið í gærmorgun. Hann hafði þá lokið fyrsta áfanganum af þremur í svokölluðu Reykjavíkursundi en hann lagði af stað frá Nauthólsvík klukkan þrjú aðfaranótt laugardags. MYNDATEXTI: Benedikt leggur af stað frá Bakkavör í fylgd björgunarsveitarinnar Ársæls og aðstoðarmanna sinna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar