Mireyja Samper á Drangsnesi

Jenný Jensdóttir

Mireyja Samper á Drangsnesi

Kaupa Í körfu

Drangsnes | Mireya Samper myndlistarmaður hefur dvalið á Drangsnesi á Ströndum undanfarna daga, unnið þar að list sinni og opnar sýningu þar á morgun, laugardag, á svonefndri Bryggjuhátíð. Verkin vinnur hún beint í fjörugrjótið og verða þau svo sett upp við heitu pottana niðri í fjöruborðinu. Gestum ætti að gefast ágætt tóm til að virða verkin fyrir sér úr pottunum, en þeir eru opnir almenningi allan sólarhringinn árið um kring. Við opnun hátíðarinnar mun svo Mireya færa heimamönnum að gjöf listaverk eftir sig, en hefð er fyrir því að Drangnesingar bjóði listamanni að taka þátt í Bryggjuhátíðinni. MYNDATEXTI: Listsköpun í fjörunni. Mireyja Samper hefur unnið að gerð listaverka í fjörunni við Drangsnes undanfarna daga og opnar sýningu á morgun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar