Mats lenti til að fá sér kaffi.

Gunnar Kristjánsson

Mats lenti til að fá sér kaffi.

Kaupa Í körfu

Grundarfjörður | Sólarglennan að undanförnu hefur heldur betur hleypt fjöri í mannlífið. En á meðan flestir spóka sig í sólinni eða grípa til málningarpensilsins þá fær ljósmyndarinn Mats Wibe Lund fiðring í fingurna og flýgur um loftin blá til að fanga augnablikið. Fréttaritari Morgunblaðsins á Grundarfirði veitti því athygli á fimmtudaginn að þyrla sveimaði yfir bænum. Þyrlan lenti síðan vestanvert í útjaðri hans. Þar reyndust á ferð Mats ljósmyndari ásamt Reyni sem er þyrluflugmaður hjá Þyrluþjónustunni. MYNDATEXTI: Kaffi við Kirkjufell Reynir og Mats við þyrluna á hlaðinu í Hellnafelli, með staðartáknið í baksýn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar