Tinna Pétursdóttir

Jim Smart

Tinna Pétursdóttir

Kaupa Í körfu

Það er draumur hvers nýútskrifaðs hönnuðar að koma hönnun sinni í framleiðslu en það hvarflaði ekki að Tinnu Pétursdóttur, grafískum umbúðahönnuði, að það myndi gerast jafnfljótt og raun bar vitni. Unnur H. Jóhannsdóttir forvitnaðist um hver væri galdurinn á bak við góða umbúðahönnun. Umbúðir verða að vera í takt við eðli vörunnar, ímynd fyrirtækisins og markhópinn en þær verða jafnframt að vera þægilegar í notkun eins og í flutningum, uppröðun í hillum verslana og uppstillingum. Það er oft að mörgu að hyggja því að umbúðirnar skipa stóran sess í ímyndarsköpun vörunnar. Síðan þarf oft að huga að öðrum þáttum eins og umhverfisvernd, þ.e. hvað verður um umbúðirnar þegar neytandinn hefur tekið vöruna úr umbúðunum eða neytt hennar. MYNDATEXTI: Tinna Pétursdóttir segir að mörgum ólíkum þáttum að huga við hönnun umbúða.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar