Bók um Ásu Guðmundsdóttur Wright

Bók um Ásu Guðmundsdóttur Wright

Kaupa Í körfu

NÝ BÓK um ævi Ásu Guðmundsdóttur Wright var kynnt á blaðamannafundi sem haldinn var á Þjóðminjasafni Íslands um hádegisbilið í gær. Bókin er eftir dr. Sturlu Friðriksson og heitir einfaldlega Ása Guðmundsdóttir Wright - Ævihlaup og athafnir. Bókin er byggð á fjölsóttum fyrirlestri sem Sturla hélt um ævi Ásu fyrir um ári, en í nýja ritinu bætir hann við miklum fróðleik. MYNDATEXTI: Ása G. Wright seldi búgarð sinn á Trinidad til að setja á stofn minningarsjóð í eigin nafni. Á myndinni má sjá stjórn sjóðsins: Jónas Kristjánsson, Sturlu Friðriksson og Margréti Hallgrímsdóttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar