Guðný Einarsdóttir og Hanna Loftsdóttir

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Guðný Einarsdóttir og Hanna Loftsdóttir

Kaupa Í körfu

FJÓRÐU sumartónleikar við Mývatn verða í Reykjahlíðarkirkju í kvöld klukkan 21. Flytjendur eru Hanna Loftsdóttir, sem spilar á barokkselló, og Guðný Einarsdóttir orgelleikari sem nýverið fékk lofsamlega dóma fyrir frammistöðu sína á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju. Báðar hafa þær lokið framhaldsnámi við Konunglegu tónlistarakademíuna í Kaupmannahöfn og stefna á frekara nám á næsta vetri, Guðný í París og Hanna í Haag. Á tónleikunum í kvöld munu þær leika kammertónlist og einleiksverk frá barokktíma og útsetningar á íslenskum þjóðlögum. MYNDATEXTI: Hanna og Guðný spila saman á sumartónleikum við Mývatn í kvöld.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar