Víkingur - Valur

Árni Torfason

Víkingur - Valur

Kaupa Í körfu

ÁTTA liða úrslit bikarkeppni karla í knattspyrnu hefjast á morgun með þremur leikjum. ÍA tekur á móti Keflavík á Akranesi, Valur mætir Víkingi á Laugardalsvelli og norður á Akureyri mætast 1. deildarliðin KA og Þróttur. Það kemur svo endanlega í ljós á mánudagskvöld hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit keppninnar þegar KR fær ÍBV í heimsókn í Vesturbæinn. Morgunblaðið fékk Heimi Guðjónsson, aðstoðarþjálfara Íslandsmeistara FH, til að spá í leikina sem framundan eru. MYNDATEXTI: Það var hart tekist á í viðureign Víkings og Vals í Landsbankadeildinni í sumar. Síðdegis á morgun eigast þessi lið við að nýju í 8 liða úrslitum VISA-bikarkeppni KSÍ á Laugardalsvelli og þá verður örugglega ekkert gefið eftir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar