Esjuganga

Ingólfur Guðmundsson

Esjuganga

Kaupa Í körfu

GANGA á Esjuna heillar nú þegar veðurguðirnir hafa sýnt sínar bestu hliðar á suðvesturhorni landsins. Fyrir helgina var fjöldi fólks á ferðinni og umferðin upp fjallið líkt og á Laugaveginum í miðborginni á góðviðrisdegi. Mæðgurnar Birgitta Lind Vilhjálmsdóttir og Nína María Reynisdóttir voru á meðal þeirra fjölmörgu sem gengu á Esjuna og áður en lagt var í hann var vissara að vökva sig vel. Til þess arna er ískalt vatnið besti kosturinn. Með í för voru hundarnir Kata og Ben, sem gátu vætt kverkarnar í hvaða sprænu sem var.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar