Skálholtshátíð

Sigurður Sigmundsson

Skálholtshátíð

Kaupa Í körfu

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Mousaieff heilsuðu dr. Sigurbirni Einarssyni biskup með virktum eftir predikun hins síðarnefnda á Skálholtshátíðinni í gærdag. Fjöldi fólks var saman kominn í blíðskaparveðri í Skálholti til að minnast þess að 950 ár eru liðin frá biskupsvígslu Ísleifs Gissurarsonar, fyrsta íslenska biskupsins, og mikið var um dýrðir. Allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi á dagskrá hátíðarinnar og t.a.m. las Gunnar Eyjólfsson leikari Ísleifsþátt og farin var hópreið heim á staðinn með fánaborg, sem myndlistamaðurinn Halldór Ásgeirsson bjó til.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar