Hrossagaukurinn hefur það gott í Flatey

Gunnlaugur Árnason

Hrossagaukurinn hefur það gott í Flatey

Kaupa Í körfu

Stykkishólmi | Þeir eru eins og farfuglarnir, fuglaáhugamennirnir Ævar Petersen og Sverrir Thorsteinsson. Þeir koma í Flatey á Breiðafirði í sumarbyrjun og halda sig þar stóran hluta sumars við að rannsaka farfuglana sem hafa viðkomu í eynni. Sverrir Thorsteinsson, sem er kennari á Akureyri, hefur verið að rannsaka hrossagauka í Flatey undanfarin ár. Með rannsókninni er hann að kanna þéttleika hreiðra, langlífi fuglanna, fæðu og dánartíðni. MYNDATEXTI: Sverrir Thorsteinsson og Ævar Petersen gera sig klára til að leita að hrossagaukshreiðrunum í Flatey. Dósaslóðann draga þeir á eftir sér en hann auðveldar þeim að finna hreiðin, sem ekki eru alltaf auðfundin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar