Myndlistarsýning í Hoffmannsgalleríi
Kaupa Í körfu
HOFFMANNSGALLERÍ er staðsett á gangi Reykjavíkur Akademíunnar á fjórðu hæð í fyrrum JL-húsinu og er starfrækt í samvinnu við Myndlistarskóla Reykjavíkur. Rými gallerísins, hinn langi gangur milli skrifstofa Reykjavíkur Akademíunnar, er sérlega áhugaverð umgjörð um samtímalistina sem algengast er að setja fram í hlutlausu rými. Sýningin "Kennd við tilfinningar" inniheldur verk 12 nafnkunnra listamanna og sýningarstjóri er Haraldur Jónsson myndlistarmaður. Verkin skírskota mismikið til tilfinninga um leið og segja má að öll list hljóti að tengjast tilfinningum á einhvern hátt. Hin skarpa aðgreining sem gerð var áður milli tilfinninga og rökhugsunar hefur fyrir löngu verið véfengd og jafnvel afnumin í mörgum greinum hugvísinda. MYNDATEXTI: Frá sýningunni í Hoffmannsgalleríi
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir