Sjóstöng frá Ólafsvík
Kaupa Í körfu
Fjörutíu keppendur tóku þátt í sjóstangaveiðimóti í rjómablíðu í Ólafsvík um helgina á vegum Sjósnæ. Kristinn Benediktsson fylgdi þeim nokkrum eftir, orðhvötum sjómönnum sem kalla ekki allt ömmu sína. N ú er eitthvað svaka þungt á," hrópaði Þiðrik Unason, skipstjóri og sjósportari, þar sem hann barðist við stöngina, sem stóð kengbogin út fyrir borðstokkinn á Sverri SH 126 frá Ólafsvík. Félagar hans þrír í hollinu gátu ekki fleygt frá sér sínum stöngum enda verða menn að berjast við sínar ófreskjur sjálfir á sjóstangaveiðimótum eins og því sem stóð yfir í Ólafsvík á vegum Sjósnæ um helgina. MYNDATEXTI: Áhöfnin á Friðriki Bergmann SH raðaði sér í verðlaunasætin en mátti varla vera að því að líta upp er ljósmyndari sigldi hjá. Til vinstri er Guðni Gíslason, sem fékk stærsta skötuselinn, þá Kristín Þorgeirsdóttir, sem varð önnur í kvennakeppninni, þá Jón Sævar Sigurðsson sem varð efstur í mótinu, Þorsteinn Jóhannesson, sem varð annar. Sigfríð Ósk Valdimarsdóttir, sem landaði kvenna mestum afla, var á öðrum báti. Á myndinni til hægri er Helgi búinn að fá stærsta kolann, ánægður með árangurinn.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir