Bílslys

Jim Smart

Bílslys

Kaupa Í körfu

ÖKUMAÐUR sendiferðabifreiðar slasaðist þegar hann ók bifreiðinni á staur og velti henni á Vesturlandsvegi á hringtorginu gegnt Korpúlfsstöðum síðdegis í gær. Í fyrstu var talið að maðurinn væri fastur í bílnum en þegar lögreglu bar að garði var hann búinn að losa sig úr brakinu og var með meðvitund. Maðurinn var fluttur á slysadeild Landspítalans þar sem gert var að meiðslum hans. Mikil umferð var um Suðurlandsveg og Vesturlandsveg þegar ferðalangar sneru aftur til höfuðborgarinnar. Í gærkvöldi var bíll við bíl frá Esjumelum að Mosfellsbæ. Að öðru leyti gekk umferðin ágætlega í umdæminu að sögn lögreglu MYNDATEXTI: Lögregla á slysstað við Korpúlfsstaði í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar