Rotem Ron siglir frá Gróttu að Geldinganesi
Kaupa Í körfu
ÍSRAELSKA kajakkonan Rotem Ron, sem ætlar sér að róa hringinn í kringum landið, náði landi í Reykjavík í gærkvöldi. Rotem á nú einungis eftir að fara yfir Faxaflóa og fyrir Snæfellsnes að lokamarkinu í Stykkishólmi, en þaðan lagði hún af stað 10. júní sl. Að sögn Rotem var suðurleiðin erfiðasti leggur ferðarinnar og þurfti hún að glíma við mikla ölduhæð og brim auk þess sem sandbyljir á landi gerðu henni erfitt fyrir. "Þetta var stórvandræðalaust en auðvelt var það ekki," segir Rotem. Henni var þó launuð þolinmæðin með náttúrufegurð strandlengjunnar sem hún segir engri lík. "Á Vestfjörðum sá ég snævi þakta jörð en þegar ég fór um Norðurland og Austurland urðu fjöllin miklu grænni. Fuglarnir, fiskarnir, hvalirnir og allt það sem ég er ekki vön að sjá heima fyrir heillaði mig upp úr skónum."
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir