Fundur samráðsnefndar um málefni eldri borgara

Fundur samráðsnefndar um málefni eldri borgara

Kaupa Í körfu

FYRSTI fundur samráðsnefndar Reykjavíkurborgar um málefni eldri borgara var haldinn í gær. Með nefndinni verður komið á vettvangi þar sem eldri borgarar í Reykjavík munu fá beinan aðgang að kjörnum fulltrúum í borgarstjórn en að mati fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og fulltrúa Samtaka aldraðra í nefndinni hefur verið full þörf á slíku. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri sat fyrsta fund nefndarinnar en í henni sitja tveir fulltrúar úr borgarstjórn auk fulltrúa frá Samtökum aldraðra og Félagi eldri borgara. MYNDATEXTI: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson heilsar fundarmönnum á fyrsta fundi nýju samráðsnefndarinnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar