Íbúahátíðí Breiðholti

Jim Smart

Íbúahátíðí Breiðholti

Kaupa Í körfu

GLATT var á hjalla hjá íbúum við Jörfabakka í Breiðholti þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið hjá um helgina. Þar var búið að slá upp heljarinnar íbúahátíð með öllu tilheyrandi en hátíð þessi er árlegur viðburður við bakkann og telst íbúum til að þetta sé sautjánda árið sem hún er haldin. Kepptu börnin meðal annars á íþróttamóti þar sem veitt voru verðlaun fyrir bestu frammistöðu og Þorkell Elías Kristinsson lét sig ekki vanta frekar en áður og lék af ákafa á harmonikkuna. Að endingu var grillað og skemmt sér í blíðviðrinu fram á kvöld.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar