Hugrún Egla og Elínborg Una

Einar Falur Ingólfsson

Hugrún Egla og Elínborg Una

Kaupa Í körfu

SILUNGSVEIÐIMENN hafa verið að gera það gott að undanförnu í vötnunum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þannig hefur verið góð veiði í Elliðavatni undanfarna daga og þá sérstaklega á kvöldin en mikið er um klak og sjást þess vel merki á vatnsyfirborðinu þegar lyngt er. Stóru urriðarnir láta sér þó ekki nægja að éta lirfur og mý en í síðustu viku veiddist þar urriði sem vó um fjögur pund og hafði sá gleypt tvo andarunga. Urriðinn gefur sig sem áður vel í ljósaskiptunum en hann er ekki einn í vatninu ásamt bleikjunni því veiðimenn sem voru þar um helgina sáu lax stökkva. MYNDATEXTI: Systurnar Hugrún Egla og Elínborg Una stoltar með bleikju sem þær veiddu við Öfugsnáða í Þingvallavatni á dögunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar